
Taktu þátt í hringrásarbyltingunni og fáðu aðgang að hundruðum hluta!
“The more we share the more we have”
— LEONARD NIMOY
Það sem hófst sem Munasafn RVK Tool Library—eitt staðbundið safn fyrir verkfæri og búnað—hefur nú þróast í Hringrásarsafnið, net deilistöðva um alla Reykjavík. Markmið okkar er enn það sama: að veita aðgang að verkfærum, búnaði og gagnlegum hlutum fyrir viðgerðir, DIY verkefni, útilegur, saumaskap og áhugamál. Með nýrri nálgun gerum við hlutdeild enn aðgengilegri og þægilegri fyrir alla.
​
Hringrásarsafnið er rekið af Hringrásarsetri Íslands, sem vinnur að því að þróa sjálfbærar lausnir og efla hlutdeildarmenningu á Íslandi. Með því að dreifa deilistöðvum um borgina tryggjum við að fleiri geti fengið að láni það sem þau þurfa, þegar þau þurfa þess. Með þessu dreifða kerfi stuðlum við að aukinni nýtni, sjálfbærni og samvinnu—sem dregur úr sóun og auðveldar daglegt líf.
